Gistinætur á hótelum í október voru 140.500 samanborið við 117.200 í október 2011. Þetta jafngildir rétt tæplega 20% aukningu á milli ára. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar .

Gistinætur erlendra gesta voru um 79% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum og fjölgaði gistinóttum þeirra um 23% frá í fyrra. Á sama tíma voru gistinætur Íslendinga 10% fleiri en árið áður.

Það sem af er ári, þ.e. á fyrstu tíu mánuðum ársins, voru gistinætur 1.563.200 til samanburðar við 1.339.100 á sama tíma í fyrra. Gistinóttum erlendra gesta fjölgaði um 18% á milli ára en Íslendinga um 10%.