Gistinætur á hótelum í september voru 166.900 sem er 5% aukning miðað við september í fyrra. Gistinætur erlendra gesta voru 79% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 1% frá sama tíma í fyrra en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 23%. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Á höfuðborgarsvæðinu voru 110.000 gistinætur á hótelum í september sem er fækkun um 1% frá sama mánuði í fyrra. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða voru 7.500 gistinætur í september sem er um 34% aukning frá fyrra ári.

Á Suðurlandi voru  gistinætur 21.200 í september sem er aukning um 32% frá fyrra ári. Á Norðurlandi voru 15.200 gistinætur í september sem er um 18% aukning miðað við september 2012. Á Austurlandi og á Suðurnesjum voru gistinætur álíka margar og í september 2012 eða 7.400 á Austurlandi og 6.900 á Suðurnesjum.