Gistinætur á hótelum í september síðastliðnum voru 121.700 en voru 120.700 í sama mánuði árið 2007, því má segja að lítil breyting sé milli ára.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Þar kemur fram að fjölgun var í flestum landshlutum nema á höfuðborgarsvæðinu. Á Suðurlandi voru gistinætur svipaðar milli ára. H

Á vef Hagstofu kemur fram að hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á Austurlandi um rúm 20%, eða úr 4.100 í 4.900.

Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fjölgaði gistinóttum um rúm 19%, þar fóru gistinætur úr 9.300 í 11.100.

Á Norðurlandi fjölgaði gistinóttum um 4%, eða úr 10.300 í 10.700. Gistinætur eru svipaðar á Suðurlandi milli ára um 13.100. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði gistinóttum úr 83.800 í 81.900 eða um rúm 2%.

Gistinóttum á hótelum fyrstu níu mánuði ársins fjölgaði um tæp 2% milli ára

Þá kemur einnig fram að gistinætur á hótelum fyrstu níu mánuði ársins voru 1.093.200 en voru 1.072.400 á sama tímabili árið 2007.

Fjölgun varð á Suðurlandi um 9% og á Austurlandi um 6% milli ára. Gistinætur stóðu í stað eða fjölgaði á öðrum landsvæðum.

Gistinóttum Íslendinga hefur fjölgað um rúm 3% fyrstu níu mánuði ársins miðað við sama tímabil árið 2007. Gistinóttum útlendinga fjölgar um tæp 2% milli ára.