Hótelgistirýmum í höfuðborginni mun fjölga um fjórðung á næstu árum ef áætlanir um ný lúxushótel í Reykjavík ganga eftir. Þetta kemur fram í samantekt Fréttablaðsins í dag. Nú eru um 3.000 þriggja til fjögurra stjörnu hótelrými á höfuðborgarsvæðinu.

Í liðinni viku staðfesti Icelandair hótel byggingu 142 herbergja hótels á Hljómalindarreitnum og var á sama tíma kaupsamningur undirritaður um hótelið við Hörpu. Þar verða 250 hótelherbergi.

Auk þessa vinna Íslandshótel að opnun stærsta hótels landsins á Höfðatorgi. Þar verða 342 herbergi.