Sérsmíðaður gítar sem eitt sinn var í eigu John Lennon seldist á uppboði í New York fyrir 408 þúsund dollara eða um 50 milljónir íslenskra króna. Lennon notaði gítarinn í myndbandi við Hello, Goodbye. Þá spilaði George Harrison á gítarinn í laginu I am the Walrus á The Magical Mystery Tour. Fjallað er um málið á vef BBC.

Gítarinn var metinn á 200-300 þúsund dollara en fór á mun hærra verði á uppboðinu. Lennon hafði gefið vini þeirra Alexis „Magic Alex“ Mardas gítarinn á sjöunda áratugnum í 25 ára afmælisgjöf. Aftan á honum er áritað. „To Magic Alex/ Alexi thank you/ for been [sic] a friend/ 2-5-1967 John.“ Þess má geta að Mardas seldi svo gítarinn árið 2004. Ekki er greint frá því hver kaupandinn er.