Eggert Benedikt Guðmundsson var ráðinn forstjóri olíufélagsins N1 í síðustu viku. Eggert tekur við starfinu af Hermanni Guðmundssyni og hefur störf í september.

Síðastliðinn átta ár hefur Eggert starfað hjá HB Granda, lengst af sem forstjóri. Áður var hann markaðsstjóri þess félags en settist í forstjórastólinn snemma árs 2005.

Eggert Benedikt þykir nokkuð fær gítarleikari. Í viðtali við Morgunblaðið árið 2009 greindi hann frá sjö manna bílskúrsbandinu Flóttamenn sem hann var meðlimur í á árum áður, en þá voru uppi hugmyndir um að koma bandinu saman aftur. Ennfremur sagði Eggert að uppáhaldsgítarinn væri svartur Fender Stratocaster, eins og sá sem Eric Clapton leikur á.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.