Indverska lyfjafyrirtækið Ranbaxy, hefur ráðið fyrrum borgarstjóra New York borgar, Rudolph Giuliani sem ráðgjafa sinn.

Tilkynning um þetta barst rétt eftir að lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) bannaði innflutning á meira en 30 lyfjategundum sem Ranbaxy framleiðir. Bannið var rökstutt með því að gæðaskortur væri á framleiðsluvörum fyrirtækisins á Indlandi.

Forsvarsmenn Ranbaxy voru að vonum svektir yfir ákvörðun lyfja- og matvælaeftirlitsins. Vonast er til þess að Giuliani geti hjálpað fyrirtækinu að mæta kröfum sem gerðar eru í Bandaríkjunum.