Robert Peston, viðskiptaritstjóri BBC, segir að honum finnist sem gjá sé á milli bankamanna og annarra fundargesta á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos. Á bloggsíðu sinni segir Peston að bankamenn haldi því fram að fjármálakerfið hafi verið lagfært, þeir skilji nú áhættuna sem fylgir og að eftirlitsaðilar séu „afskiptasamir skíthælar“ sem komi í veg fyrir alþjóðlegan efnahagsbata.

Peston gefur lítið fyrir skoðanir bankamanna í Davos og tekur undir orð Howard Davies hjá London School of Economics sem segir að bankamenn séu ekki staddir á plánetunni jörð.