Warren Buffet, sem er í 3. sæti á Forbes listanum yfir ríkustu menn heims, og Bill Gates sem er í 2. sæti listans, hófu átak í júní og hvöttu auðmenn til að gefa af eignum sínum til góðgerðarmála.

Í yfirlýsingu sem Buffett sendi frá sér í dag segir að hann að þeir séu rétt að byrja en viðbrögðin hafi nú þegar verið stórgóð.  Herferðina kalla þeir "The Giving Pledge"´.  Markmið Buffett og Gates er að milljarðamæringarnir gefi meirihluta eigna sinna, í lifanda lífi eða eftir andlát, til góðgerðasamtaka og sjóða.

Þeir sem hafa þegar ákveðið að taka þátt eru Larry Ellison sem er einn stofnenda Oracle, Michael Bloomberg borgarstjóri New York borgar, fjölmiðlakóngurinn Ted Turner, David Rockefeller, fjárfestirinn Ronald Perelman og Barry Diller.