Mestur vöxtur í gjaldeyrisöflun Íslendinga hefur átt sér stað í hátæknigreinum iðnaðar og stóriðju. Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins bendir á þetta í nýrri grein en hann verður gestur Viðskiptaþáttarins á Útvarpi Sögu í dag. Þorsteinn segir allt stefna í að hlutdeild iðnaðar muni halda áfram að aukast á komandi árum og að iðnaðurinn í heild verði ein þriggja meginstoða í gjaldeyrisöflun ásamt sjávarútvegi og þjónustugreinum.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur breytt um stefnu og endurskilgreint hlutverk sitt. Í dag er Nýsköpunarsjóður alfarið skilgreindum sem áhættufjárfestingarsjóður og er hættur allri þjónustu sem sjóðurinn hefur verið að tapa á. Þetta hljómar vel en það leiðinlega er að sjóðurinn á enga fjármuni eftir til að fjárfesta í nýjum fyrirtækjum, það eru svo sem ekki nýjar fréttir, en nú þegar hyllir undir sölu Símans telur, Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, tilvalið að verja hluta söluandvirðis Símans til þess að fjárfesta í nýjum upprennandi fyrirtækjum. Gunnar gerir grein fyrir þessum skoðunum sínum í þættinum.

Í síðasta hluta þáttarins verður síðan rætt við Andra Má Ingólfsson, eiganda Heimsferða, en hann stendur í ströngu við að breyta Eimskipshúsinu í hótel. Einnig verður rætt um haustferðirnar við Andra Má.