Fréttamiðillinn Reuters framkvæmir mánaðarlega könnun þar sem sérfræðingar á gjaldeyrisborðum víða um veröld eru beðnir um að spá fyrir um þróun helstu gjaldmiðla gagnvart bandaríkjadal til eins, þriggja, sex, og tólf mánaða. Fimmtíu sérfræðingar tóku þátt í könnuninni að þessu sinni og kom sérfræðingur á gjaldeyrisborði Landsbankans með þriðju bestu spána. Frávik spár Landsbankans var 0,83%, en árangurinn var betri en spár þekktra banka á borð við Deutsche Bank, SEB, ABN AMRO og JPMorgan.

Besta spáin kom frá Informa Global Markets í London, frávik 0,7%.