Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands nam rétt rúmum 490 milljörðum í lok síðasta mánaða. Forðinn hækkaði því um 10,4 milljarða króna milli mánaða. Þetta kemur fram á vef Vísis í morgun.

Í hagtölum Seðlabankans kemur fram að hreinn gjaldeyrisforði nam um 405,5 milljörðum króna í lok maí sem er hækkun úr 399,3 milljörðun í lok apríl. Áætlaðar nettó útgreiðslur gjaldeyriseigna Seðlabankans og ríkissjóðs nema um 84,8 milljörðum króna á næstu 12 mánuðum miðað við 80,7 milljarða króna í lok apríl mánaðar.