Vergur gjaldeyrisforði Seðlabankans nam um 829,6 milljörðum króna í lok júlí og lækkaði um 22 milljarða milli mánaða. Hreinn gjaldeyrisforði, þ.e. erlendar eignir að frádregnum erlendum skammtíma skuldum, nam um 456,1 milljörðum króna í lok júlí 2012.

Á vefsíðu Seðlabankans segir að nettó útgreiðslur gjaldeyriseigna Seðlabankans og ríkissjóðs fyrir næstu 12 mánuði séu áætlaðar um 373,5 milljarðar króna miðað við í lok júlí 2012.