*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 13. nóvember 2016 18:02

Gjaldeyrisforði tvöfaldast

Október var stærsti mánuður frá upphafi í gjaldeyrisforðasöfnun Seðlabankans.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hreinn gjaldeyrisforði Seðlabankans hefur tvöfaldast frá áramótum. Þetta kemur fram í frétt á vef Íslandsbanka. Þar er bent á að hreinn forði Seðlabanka Íslands samsvarar nú hálfs árs innflutningi vöru og þjónustu og er því stærri en sem nemur líklegu útflæði vegna losunar hafta og fjárfestinga lífeyrissjóða næstu ár að viðbættum aflandskrónu stabbanum.

Gjaldeyrisinnflæði er hægt að skýra með afgangi af viðskiptajöfnuði og þeim hreyfingum um fjármagnsjöfnuð sem skýrt hafa það gjaldeyrisútflæði að mestu síðustu ár að mati greiningardeildar Íslandsbanka. Í fréttinni er einnig bent á að október var stærsti mánuður frá upphafi í forðasöfnun Seðlabankans.

Stikkorð: Seðlabankinn gjaldeyrir