© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Vergur gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands nam 854,8 milljörðum króna í lok júlí og hækkaði um 27 milljarða króna milli mánaða. Hann hefur aldrei verið stærri. Hreinn gjaldeyrisforði, þ.e. erlendar eignir að frádregnum erlendum skammtímaskuldum, nam um 463,8 milljörðum króna í lok júlí 2011. Nettó útgreiðslur gjaldeyriseigna Seðlabanka Íslands og ríkissjóðs fyrir næstu tólf mánuði eru áætlaðar um 391 milljarður króna miðað við júlílok 2011. Frá áramótum hefur vergur gjaldeyrisforði aukist um 188 milljarða eða 28%.