Gjaldeyrisforði Seðlabankans var 1.081,1 milljarður króna að stærð í lok síðasta mánaðar og hækkaði um 32 milljarða króna milli mánaða. Hreinn gjaldeyrisforði, það er erlendar eignir að frádregnum skammtímaskuldum, nam um 596 milljörðum króna í lok janúar 2012.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans um stöðu gjaldeyrisforðans. Nettó útgreiðslur gjaldeyriseigna Seðlabankans og ríkissjóðs fyrir næstu 12 mánuði er áætlaður um 484,7 milljarðar króna miðað við í lok janúar 2011.