Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 471,9 milljörðum króna í lok október og lækkaði um 15,3 milljarða króna á milli mánaða.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans.

Þar kemur fram að erlendur gjaldeyrir minnkaði um 15,6 milljarða og aðrar eignir hækkuðu samtals um 219 milljónir króna í mánuðinum.

Erlendar eignir Seðlabankans var í lok september 488,1 milljarðar króna, samanborið við 547,2 milljarða í lok ágúst. Erlendar skuldir Seðlabankans námu 241,2 milljörðum króna í september samanborið við 239,9 milljarða í lok ágúst.