Gjaldeyrisforði Seðlabankans dróst saman um 1,8 milljarða króna í mánuðinum og nam 72,6 milljörðum króna í lok hans sem jafngildir 1.054 milljónum Bandaríkjadala miðað við gengi í mánaðarlok.

Gjaldeyrisforðinn breyttist vegna reglubundinna kaupa Seðlabankans á gjaldeyri á innlendum markaði og gengistaps.

Auknar skuldir við ríkið

Skuldir Seðlabankans við ríkissjóð og ríkisstofnanir hækkuðu um 7,4 milljarða króna og námu 105,2 milljörðum króna í lok ágúst.

Grunnfé bankans lækkaði í ágúst um 6,2 milljarða króna og nam 46,2 milljörðum króna í mánaðarlok.