Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam rúmum 227 milljörðum króna í lok júlí og hækkaði um 24 milljarða króna í mánuðinum.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Hækkunin stafar af erlendum seðlum og innistæðum sem hækkuðu um 25,5 milljarða króna frá fyrri mánuði.

Erlend verðbréfaeign lækkaði um 1,4 milljarða í mánuðinum og nemur nú rúmum 177 milljörðum króna.

Seðlar og innistæður Seðlabankans í öðrum seðlabönkum, Alþjóðagreiðslubankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum voru í lok júlí 1.662 milljónir króna. Innistæður í bönkum með höfuðstöðvar erlendis voru 41.074 milljónir króna.