Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 203,0 milljörðum króna í lok júní og hækkaði um 12,9 milljarða í mánuðinum.

Þá jukust erlend verðbréf um 10,2 milljarða króna í mánuðinum og erlendir seðlar og innstæður um 2,1 milljarð króna.

Gulleign bankans hækkaði um tæpa 0,5 milljarða króna í júní og hefur hækkað um tæpa 1,4 milljarða frá ármótum.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.