Gjaldeyrisforði Seðlabankans telur tæplega 70 milljarða króna en hann hefur aukist um tugi milljarða króna á síðustu misserum vegna skipulagðra kaupa bankans á gjaldeyri til að styrkja forðann. Í júní keypti Seðlabankinn 1,8 milljarð króna af erlendum gjaldeyri í samræmi við áætlun hans um aðgerðir til að styrkja gjaldeyrisstöðu sína. Nokkur gengishagnaður varð í mánuðinum og jókst gjaldeyrisforði bankans samtals um 2,7 milljarða króna. Sá gengishagnaður stafar af því að gengi íslensku krónunnar veiktist um 0,8% í júní.