Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands dróst saman um 10 milljarða króna í janúar. Stóð hann í 475 milljörðum króna í lok mánaðarins en var 485 milljarðar í lok desember.  Í sundurliðuðum reikningum sést að staðan á seðlum og innstæðum hefur minnkað um rúma 10 milljarða. Gengisvísitala krónunnar er nánast sú sama í byrjun og enda mánaðarins og skýrir því ekki breytingu á erlendri eignastöðu í mánuðinum.

Innstæður erlendra aðila hefur minnkað um 2,3 milljarða króna. Erlendar skuldir Seðlabanka Íslands voru 181,6 ma.kr. í lok janúar en voru 182 ma.kr. í lok des. 2009.

"Er gjaldeyrisforðinn nú um þriðjungur af áætlaðri landsframleiðslu síðastliðins árs en við upphaf þess árs nam hann 429 mö.kr. Mun hægar hefur gengið að byggja upp gjaldeyrisforðann en upphaflega gert var ráð fyrir," sagði Greining Íslandsbanka í miðjun janúar þegar Seðlabankinn gaf upp erlenda stöðu bankans síðast.