Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 451 milljarði króna í lok október og hækkaði um 16,2 milljarða í mánuðinum.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans en þar segir að hækkunin stafi af lánafyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem var samþykkt 19. nóvember 2008.

Erlend verðbréf hækkuðu um 2,9 milljarða króna í október og seðlar og innstæður hækkuðu um 12,6 milljarða.