Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 408,1 milljarði króna í lok október og hækkaði um 33,3 milljarða í mánuðinum.

Erlend verðbréf lækkuðu um 10,6 milljarða króna í október og erlendir seðlar og innstæður jukust um 43,7 milljarða króna.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.