Gjaldeyrisforði Seðlabankans lækkaði um 59 milljarða króna á milli mánaða í september. Hann nam 487,2 milljörðum króna en var í ágúst 546,3 milljarðar króna.

Erlendur gjaldeyrir minnkaði um 58,3 milljarða króna í september og aðrar eignir lækkuðu samtals um 761 milljónir króna.

Í ágúst minnkaði gjaldeyrir um 31,2 milljarða króna frá fyrri mánuði og aðrar eignir hækkuðu samtals um 561 milljarða króna.