Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 434,7 milljörðum króna í lok september og lækkaði um tæpa 14,6 milljarða í mánuðinum.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Erlend verðbréf hækkuðu um 6,6 milljarða króna í september og seðlar og innstæður lækkuðu um 23 milljarða. Þá kemur jafnframt fram að lækkun gjaldeyrisforðans stafar einkum af greiðslu erlends láns ríkissjóðs með gjalddaga í september.