Fleiri lönd í Evrópu vinna að innleiðingu gjaldeyrishafta með einum eða öðrum hætti. Höftin voru innleidd hér undir lok árs 2008.

Fjallað er um málið í fréttabréfi Rekstrarfélagsins Júpíters og þær hremmingar sem hafa verið að ganga yfir hagkerfi heimsins. Þar segir að sumir líti svo á að eitthvert form gjaldeyrishafta geti geti reynst helsta vörnin:

„Á Ítalíu er nú komið þak á daglegar úttektir úr bönkum, hvort sem um ræðir hefðbundnar úttektir úr útibúum eða hraðbönkum. Í Grikklandi er orðið mjög erftt að færa fé til annarra landa og hið opinbera hefur beinlínis völd til að leggja hald á peninga einstaklinga og lögaðila að þeim forspurðum og án dómsúrskurðar – eina skilyrðið er að uppi sé grunur um skattsvik. Embættismenn Evrópusambandsins eru nú farnir að ræða undir rós um að setja á einhvers konar gjaldeyrishöft til að hindra fæði fjár út úr evrulöndunum, ef marka má fréttafutning evrópskra fjölmiðla. Ef allt fer á versta veg og höft á fjármagnsfutninga verða færð í lög í Evrópu, þarf vart að taka fram að auðveldara verður fyrir stjórnmálamenn hér á landi að færa rök fyrir áframhaldandi höftum á fjármagnshreyfngar milli landa. Enda er það óneitanlega hvati hins opinbera að viðhalda höftum, því þau veita greiðari aðgang að fjármagni og sparnaði almennings og fyrirtækja. Í sem stystu máli felst eftirfarandi í höftum á fjármagnsfutningum milli landa, samkvæmt algengri skilgreiningu.“

Í fréttabréfinu er jafnframt bent á að þótt sumir vilji halda því fram að gjaldeyrishöft séu að einhverju leyti vörn gegn skelli þá séu það aðrir þættir hér sem verji landið. Fari allt á versta veg í alþjóðlegu efnahagslífi muni það verða nægt landrými, hreint vatn, matur og rafmagn sem verji landið. Önnur Evrópuríki búi ekki yfir því.