Velta með hlutabréf á aðallista Kauphallarinnar hefur dregist saman frá byrjun árs 2013. Langt er í að markaðurinn verði samanburðarhæfur við markaði á hinum Norðurlöndunum í flestu tilliti og bættar horfur í efnahagsmálum hafa ekki skilað skilað sér nema að hluta í auknum umsvifum með hlutabréf í Kauphöllinni.

„Höftin eru klárlega neikvæð fyrir íslenskan hlutabréfamarkað. Í fyrsta lagi nánast útiloka þau þátttöku erlendra fjárfesta á markaðinum. Í öðru lagi draga þau úr vaxtarmöguleikum skráðra íslenskra fyrirtækja sem ekki nota þá íslenska markaðinn til að sækja sér fjármagn til vaxtar utan Íslands. Í þriðja lagi loka þau íslenska áhættufjárfesta inni sem hreyfa þá eignarhluti sína lítið þar sem þeir hafa ekkert að fara,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .