Stefnumál stærstu stjórnmálaflokkanna liggja núna fyrir. Flokkarnir hafa að miklu leyti sömu markmið en ólíkar aðferðir við að ná fram þeim markmiðum.

Allir flokkarnir gera sér grein fyrir mikilvægi þess að afnema gjaldeyrishöftin. Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði svo að ekki yrði gengið frá nauðasamningum föllnu bankanna fyrr en búið væri að kynna áætlun um afnám hafta en ályktun Framsóknarflokksins er í svipuðum dúr.

Þá telur Sjálfstæðisflokkurinn mikilvægt að forræði nauðasamninganna sé í höndum Alþingis og ríkisstjórnar og sérfræðinga á þeirra vegum en ekki Seðlabankans, enda samrýmist það ekki starfsemi bankans. Samfylkingin telur þó að þetta eigi að vera á sameiginlegu forræði Alþingis, ráðuneyta, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn eru allir sammála um mikilvægi þess að koma í veg fyrir myndun eignabólu í skjóli gjaldeyrishaftanna. Enginn flokkur hefur lagt fram nákvæma áætlun um það hvernig beri að afnema höftin.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.