Íslandsbanki tók á dögunum í notkun fyrsta gjaldeyrishraðbankann á Íslandi, fyrir utan flugstöð, í útibúi bankans í Norðurturni í Kópavogi. Þá hefur Arion banki sett upp gjaldeyrishraðbanka í útibúi bankans Kringlunni.

Viðskiptavinir þessara banka geta því tekið sjálfir út gjaldmiðil á gengi dagsins og sinnt sínum fjármálum á þeim tíma dagsins sem hentar þeim. Hraðbankar eru opnir utan hefðbundins opnunartíma útibúa.

Gjaldeyrissjálfsali Íslandsbanka býður upp á Bandaríkjadollara, evrur, breskt pund, danskar krónur, norskar krónur og sænskar krónur í skiptum fyrir íslenskar krónur. Hraðbanki Arion banka afgreiðir dollara, evrur, pund og danskar krónur.