*

mánudagur, 15. júlí 2019
Innlent 3. júní 2017 14:32

Gjaldeyrishraðbankar teknir í notkun

Íslandsbanki hefur opnað gjaldeyrissjálfsala í Norðurturni og Arion banki hefur opnað einn slíkan í Kringlunni.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Íslandsbanki tók á dögunum í notkun fyrsta gjaldeyrishraðbankann á Íslandi, fyrir utan flugstöð, í útibúi bankans í Norðurturni í Kópavogi. Þá hefur Arion banki sett upp gjaldeyrishraðbanka í útibúi bankans Kringlunni.

Viðskiptavinir þessara banka geta því tekið sjálfir út gjaldmiðil á gengi dagsins og sinnt sínum fjármálum á þeim tíma dagsins sem hentar þeim. Hraðbankar eru opnir utan hefðbundins opnunartíma útibúa.

Gjaldeyrissjálfsali Íslandsbanka býður upp á Bandaríkjadollara, evrur, breskt pund, danskar krónur, norskar krónur og sænskar krónur í skiptum fyrir íslenskar krónur. Hraðbanki Arion banka afgreiðir dollara, evrur, pund og danskar krónur.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is