Jákvæður gjaldeyrisjöfnuður bankanna jókst um 54,5 milljarða króna í júní síðastliðnum en hann var 837,8 milljarðar króna yfir mánuðinn.

Þetta kemur fram í gögnum frá Seðlabanka Íslands.

Gjaldeyrisskuldir jukust um 453 milljarða króna að meðaltali yfir mánuðinn og gjaldeyriseignir jukust um 507,7 milljarða króna.

Frá áramótum hefur jákvæður gjaldeyrisjöfnuður aukist um 72% og frá sama mánuði árið áður hefur hann aukist um 166%.