Jákvæður gjaldeyrisjöfnuður bankanna minnkaði um 20 milljarða króna í ágúst síðastliðnum en hann var 825,5 milljarðar króna yfir mánuðinn.

Nettó framvirk staða jókst um tæpar 79 milljarða króna yfir mánuðinn og minnkaði nettó nústaða um 97 milljarða króna í mánuðinum.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri nam 1.147 milljörðum króna í september og er þetta aukning um 89% frá fyrri mánuði.

Á sama tíma í fyrra var velta á millibankamarkaði 343 milljarðar króna.