Tveir einstaklingar hafa verið handeknir í Bretlandi í tengslum við rannsókn á stjórnendum félagsins Crown Currency Exchange. Samhliða handtökunum fóru fram húsleitir í Cornwall og Glastonbury.

Fréttastofa BBC segir frá í dag en mennirnir eru á aldrinum 68 ára og 70 ára. Búist er við að rannsókn á starfsemi félagsins muni taka mánuði.

Félagið Crown Currency Exchange sérhæfði sig í gjaldeyrisviðskiptum. Það lýsti sig gjaldþrota í október sl. og skuldar viðskiptavinum yfir 16 milljónir punda, jafnvirði um 2,9 milljarða króna.