Greiningardeild sænska bankans SEB segir að framvirkir gjaldeyrisskiptasamninga með evru og krónu sem Seðlabanki Íslands  gerði í byrjun sumars, hafi mislukkast að ýta undir vaxtamunaviðskipti og styðja þar með við gengi krónunnar.

Þetta kemur í frétt fréttaveitu Dow Jones.

SEB segir að í kjölfar þess að nýjar áhyggjur af fjármálamörkuðum af sprottið upp auk lækkana á hlutabréfum bankanna, hafi gengi krónu veikst.

Aukin heldur spilar þar inn í að verg landsframleiðslan var undir væntingum.

Seðlabanki Íslands þarf að líkindum að bæta stöðu sína með framvirka gjaldeyrisskiptasamninga, til dæmis með því að auka við gjaldeyrisforðann. Að öllu óbreyttu, mun gengi krónu halda áfram að veikjast, að mati SEB.

SEB telur bjartsýnt að ætla að gengi evru gagnvart krónu fari yfir 124 – en það er nú 122.