Hrein gjaldeyrisstaða bankanna óx um 22 milljarða króna í apríl þrátt fyrir að krónan styrktist um ríflega 4% í mánuðinum. Nam staðan 764,5 milljörðum króna í lok apríl.

Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans.

„Jákvæð gjaldeyrisstaða bankanna ver eiginfjárhlutfall þeirra gegn sveiflum í gengi krónunnar. Eigið fé bankanna er í krónum en meirihluti eigna þeirra er í erlendum myntum. Ef ekki kæmi til jákvæð gjaldeyrisstaða myndi veiking krónunnar valda lækkun á eignfjárhlutfalli,“ segir í Vegvísi.