Þann 16. júní bárust Seðlabanka Íslands 1.646 tilboð um sölu á aflandskrónueignum eftir að tilkynnt var um útboð þann 25. maí. Af þessum tilboðum var 1.619 tilboðum tekið á genginu 190 krónur á hverja evru eða lægra. Fjárhæð samþykktra tilboða nam 72 milljörðum króna af þeim tæplega 178 milljörðum sem boðnir voru út í útboðinu.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Seðlabankanum. Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkar um rúma 47 milljarða króna í kjölfar útboðsins. Útboðið var liður í losun fjármagnshafta og í takt við áætlun stjórnvalda um að gera gjaldeyrisviðskipti á Íslandi frjáls á ný.

Í framhaldi af niðurstöðu útboðsins hefur Seðlabankinn boðist til að kaupa aflandskrónueignir sem ekki voru seldar í útboðinu á genginu 190 krónur á hverja evru. Þetta gæti aukið við kaup Seðlabankans á aflandskrónueignum um fram þá 47 milljarða króna sem nefndir eru fyrr í fréttinni.