Mexíkanski pesóinn styrktist í kjölfar kappræðna forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum og hefur ekki verið verið verðmætari í sex vikur. Þetta kemur fram í frétt Reuters.

Sigur Trump í kosningum vestanhafs hefðu að öllum líkindum mjög slæm áhrif á mexíkanska hagkerfið og bregðast markaðir þar við breytingum á fylgi og gengi frambjóðenda. Trump hefur meðal annars talað gegn mexíkönskum innflytjendum.

Hækkanir í Asíu

Einnig var nokkuð var um hækkanir á asískum mörkuðum í gær. MSCI vísitalan sem nær yfir stóran hluta markaða í Asíu hækkaði um 0,2%. Japanska Nikkei vísitalan hækkaði einnig um 1,1%, á sama tíma veiktist japanska jenið. Kínverska CSI 300 vísitalan hélst nokkuð stöðug í gær og Hang Seng vísitalan hækkaði um 0,6%.

Stöðugleiki í Evrópu

Hlutabréf í Evrópu hækkuðu einnig eða héldust í stað. Hin breska FTSE 100 vístiala og hin franska CAC 40 héldust nokkuð stöðugar í viðskiptum dagsins í gær, en þýska DAX vísitalan hækkaði um 0,2%.

Hinar bandarísku S&P 500 og Dow Jones vísitölur hækkuðu báðar um 0,2%, í gær, sér í lagi vegna góðs gengis bandaríska viðskiptabankans Morgan Stanley.