Gjaldþrot bandarískra fyrirtækja jukust um 56% í apríl frá tímabili í fyrra, að því er kemur fram í gögnum frá dómstólum þar í landi. Alls sóttu 5,173 fyrirtæki um að vera tekin til gjaldþrotaskipta í apríl. Gjaldþrot einstaklinga jukust einnig talsvert, eða um 37%. BBC greinir frá þessu í dag.

Í Bandaríkjunum er hægt að sækja um svonefnda gjaldþrotsvernd, en það heimilar fyrirtækjum að endurskipuleggja rekstur sinn og borga skuldunautum sínum yfir lengra tímabil en ella.