Skiptum á þrotabúi Leikbæjar ehf. lauk með úthlutunargerð þann 21. júní, en greint var frá því í Lögbirtingarblaðinu sl. mánudag.

Heildarkröfur í búið námu 171.776.124 krónum. Greiddust 52,11% forgangs krafna eða samtals að fjárhæð kr. 3.019.872.

Ekkert fékkst því greitt upp í almennar eða eftirstæðar kröfur upp á samtals 168.756.252 krónur.

Leikbær var um langt árabil mjög umsvifamikill á leikfangamarkaði hérlendis. Fékk fyrirtækið síðan afar harða samkeppni frá bandarísku leikfangakeðjunni Toys”R”Us sem opnaði verslun í Smáranum í Kópavogi 18. október 2007.

Sá slagur virðist hafa orðið banabiti Leikbæjar.