Alls 910 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta á síðasta ári en þau voru 748 árið 2008. Gjaldþrota fyrirtækjum fjölgaði því um 21% á milli ára. Þetta kemur fram í Landshögum 2010, riti Hagstofunnar.

Á milli áranna fjölgaði nýskráðum hluta- og einkahlutafélögum um tæp 3%. Þau voru 2.642 á síðasta ári en voru á árinu 2008 2.571.

Flest nýskráð félög eru í starfsemi eignarhaldsfélaga og leigu atvinnuhúsnæðis. Rúmlega 20% nýskráðra félaga árið 2009 voru í þessum tveimur atvinnugeirum, að því er segir í Landshögum 2010.