Í október 2010 voru skráð 133 ný einkahlutafélög (ehf) samanborið við 256 einkahlutafélög í október 2009, sem jafngildir rúmlega 48% fækkun milli ára. Flest einkahlutafélög voru skráð í fjármála- og vátryggingastarfsemi, samkvæmt gögnum Hagstofunar.

Heildarfjöldi nýskráðra einkahlutafélaga er 1.366 fyrstu 10 mánuði ársins og hefur nýskráningum fækkað um 36,5% frá sama tímabili árið 2009 þegar 2.151 ný einkahlutafélög voru skráð.

Í október 2010 voru 95 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 108 fyrirtæki í október 2009.Flest voru þau í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð.

Fyrstu 10 mánuði ársins 2010 er fjöldi gjaldþrota 775 sem er rúmlega 3% aukning frá sama tímabili árið 2009 þegar 749 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.