Nýjar reglur um brennisteinsútblástur skipa taka gildi um áramótin. Samkvæmt þeim verður skipafélögum gert skylt að nota olíu sem inniheldur ekki meira en 0,1% af brennisteini. Þessar nýju reglur gilda um meginhluta siglingaleiða Eimskips og í tilkynningu frá félaginu segir að þær muni óhjákvæmilega hafa áhrif á olíukostnað félagsins.

Ólafur William Hand, forstöðumaður kynningar- og markaðsdeildar Eimskips, segir að verið sé að skoða hvaða áhrif þetta muni hafa á rekstur félagsins. „Við erum búnir að senda tilkynningu til okkar viðskiptavina og láta þá vita að nýtt gjald muni taka gildi frá og með 1. janúar 2015 og að gjaldið muni þróast í takt við olíuverðsþróunina á þessum tíma,“ segir Ólafur. „Við erum svolítið í myrkrinu hvað þetta verður mikið en við erum að fara yfir þetta allt saman núna.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .