*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 10. október 2017 13:14

Gjaldtaka landeigenda stöðvuð

Lögreglan hefur stöðvað gjaldtöku landeigenda við Hraunfossa sem hófst í lok síðustu viku.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Umhverfisstofnun, Vegagerðin og Borgarbyggð ásamt fleirum hafa talið gjaldtökuna andstæða náttúruverndar- og vegalögum en landeigendur hafa vísað því á bug. Þegar lögreglan greip í taumana í gær og stöðvaði gjaldtökuna var það gert með vísun í þau ákvæði vegalaga að þjóðvegir eigi að vera opnir almennri umferð segir í Fréttablaðinu.

Veghaldarinn, það er Vegagerðin í þessu tilviki, hafi ekki veitt heimild fyrir gjaldtökunni og því hafi hún beint þeim tilmælum til lögreglunnar að stöðva gjaldtökuna sem fór fram á veginum að Hraunfossum og Barnafossi í Hvítá í Borgarfirði.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is