Umhverfisstofnun, Vegagerðin og Borgarbyggð ásamt fleirum hafa talið gjaldtökuna andstæða náttúruverndar- og vegalögum en landeigendur hafa vísað því á bug. Þegar lögreglan greip í taumana í gær og stöðvaði gjaldtökuna var það gert með vísun í þau ákvæði vegalaga að þjóðvegir eigi að vera opnir almennri umferð segir í Fréttablaðinu.

Veghaldarinn, það er Vegagerðin í þessu tilviki, hafi ekki veitt heimild fyrir gjaldtökunni og því hafi hún beint þeim tilmælum til lögreglunnar að stöðva gjaldtökuna sem fór fram á veginum að Hraunfossum og Barnafossi í Hvítá í Borgarfirði.