Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjónustunnar, segir gjald­töku við Jökuls­ár­lón ekkert annað en tekju­öflun fyrir ríki eða stofnanir en inn­heimta á svæðinu hófst í gær.

Í nýrri gjald­skrá Vatna­jökuls­þjóð­garðs frá 2. mars var veitt heimild fyrir inn­heimtu þjónustu­gjalda við Jökuls­ár­lón.

Í fundar­gerð suður­svæðis þjóð­garðsins frá 6. mars segir að vonir standi til að hægt verði að setja upp mynda­vélar fyrir 1. apríl, prófa þær í tvo mánuði og hefja svo inn­heimtu 1. júní.

Rök stjórnmálamanna halda ekki vatni

„Nú er að hefjast gjald­­taka við Jökuls­ár­lón. Þegar opin­ber gjald­­taka er sett á við ferða­manna­­staði eru tvenns konar sjónar­mið sem ráða för, annars vegar á­lags­­stýring (t.d. til að stýra á­­gangi, um­­­ferð og fjölda ferða­manna á svæðinu og vernda náttúru) og hins vegar tekju­öflun opin­berra aðila.,“ skrifar Jóhannes Þór á face­book í dag.

„Oft er þessu tvennu ruglað saman í um­­ræðunni, t.d. nota stjórn­­mála­­menn gjarnan stýringu sem rök fyrir gjald­töku sem í raun er hugsuð sem tekju­öflun fyrir ríki eða stofnanir,“bætir hann við

Jóhannes segir gjald­­tökuna því hvorki á­vísun á stýringu, né öfugt.

„Það getur verið í góðu lagi að ferða­­menn greiði gjald fyrir þjónustu sem þeir njóta á ferða­manna­­stöðum, t.d. bíla­­stæði, að­­gang að salerni, stíga og út­­sýnis­­palla, öryggisinn­viði og fleira í þeim dúr.“

Kostnaður er 1000 krónur fyrir hvern fólks­bíl en á­ætlað er að tekjurnar gætu numið um 40 milljónir á árien ríkið keypti jörðina Fell við Jökuls­ár­lón árið 2017..

Ferðaþjónustan getur ekki samþykkt þessa nálgun

Jóhannes segir að í til­­­felli gjald­töku við Jökuls­ár­lón eru tvö lykilprinsipp brotin varðandi skyn­­sam­­lega gjald­töku af ferða­­mönnum.

„Annars vegar sú grunn­regla að þeir greiði sem njóti þjónustunnar sem greitt er fyrir. Við Jökuls­ár­lón greiðir herra Müller í dag fyrir þjónustu sem frú Brown mun njóta eftir tvö ár. Ferða­­þjónustan getur ekki sam­þykkt slíka nálgun.“

„Hins vegar er þessi gjald­­taka sett á með allt of skömmum fyrir­­vara, þrem mánuðum, sem leiðir til þess að fyrir­­­tæki sem hafa selt ferðir á Jökuls­ár­lón með löngum fyrir­­vara munu greiða gjaldið, en ekki ferða­­mennirnir sem þau flytja þangað. Þessa stað­­reynd höfum við hjá SAF margtuggið ofan í bæði ráð­herra, sveitar­­fé­lög og þjóð­­garða síðustu ár og það eru mikil von­brigði að enn og aftur skuli þessi grunn­regla um eðli­­legan fyrir­­vara gjald­töku þver­brotin.“

Hann segir á­gætt að átta sig því fyrir um­­ræðuna að í þessari gjald­töku felst engin á­lags­­stýring á á­­fanga­­staðnum um­­­fram það var áður en hún var sett á. „Hún er bara tekju­öflun fyrir hið opin­bera,“ skrifar Jóhannes að lokum.