„Gjaldtakan er stóra malið i ferðaþjónustunni i dag,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hún var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Ragnheiður segir að vinna standi yfir við að fyrir yfir málin með aðilum í ferðaþjónustu. „Vonandi fer það í gang á næsta sumri,“ segir Ragnheiður.

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í síðustu viku þá gæti gjaldtaka ferðamanna á nokkrum vinsælum stöðum á landinu skilað 3-5 milljörðum króna árlega. Í samtali við Viðskiptablaðið sagði ráðherra þá að gjaldtaka gæti til að mynda farið fram með að innheimta bílastæðagjöld á vinsælum stöðum eða með innleiðingu svokallaðs náttúrupassa þar sem greiðendur fá aðgang að ákveðnum svæðum.