„Ég get ekki gefið þér neinar tölur. En þetta hefur allt gengið snurðulaust fyrir sig og allir taka þessu vel. Við höfum komist að því að það er ekki athugavert við þessa handvirku skringilegu aðferð,“ segir Óskar Magnússon, talsmaður og einn fjögurra eigenda Kerfélagsins sem á náttúruperluna Kerið í Grímsnesi.

Hinir eigendurnir, sem hver um sig á 25% hlut, eru þeir Ásgeir Bolli Kristinsson, sem lengi var kenndur við verslunina 17, og bræðurnir Jón og Sigurður Gísli Pálmasynir. Félagið hóf að rukka hvern ferðamann og börn eldri en 12 ára sem vilja skoða Kerið um 350 krónur og sambærilega upphæð í erlendri mynt í enda júní.

Gjaldtakan vakti heilmikil viðbrögð. Gjaldtakan er hins vegar ekki ný af nálinni. Eigendur Kersins höfðu um árabil sagt hana mikilvæga til að vernda viðkvæma náttúru svæðsins og lokuðu fyrir aðgang hópferða árið 2008. Opnað var fyrir hópferðir við Kerið að nýju nú í sumar.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:
•Helmingshækkun frá skráningu TM
•Olíuleitarleyfi í höfn
•Til stendur að opna sögusetur um Bakkabræður
•Rýnt er í uppgjör Vodafone
•Gæsaveiðitímabilið fer senn að hefjast
•Raforkuvinnsla fer ört vaxandi
•Verslunarhúsnæði stærra hér en víða annarsstaðar
•Þörf er á fjölbreyttari fasteignamarkaði
•Lars Christensen tjáir sig um dómsdagsspána í CNN
•Benedikt Eyjólfsson, í Bílabúð Benna, ræðir um fyrirtækið sitt og hví hann vill ekki birta ársreikninga þess.
•Verslunin nexus er flutt í nýtt húsnæði í nóatúni
•Hjúkrunarheimilið eir er sagt hafa veðsett eigur sínar án heimildar
•Stofnun Kauphallarsjóðanna er batamerki
•Veðrið hefur truflað golfiðkunn í sumar
•Nærmynd af Kristínu Edwald hæstaréttarlögmanni
•Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um gengismál
•Óðinn skrifar um íslensku krónuna
•Þá eru í blaðinu pistlar og margt, margt fleira