Nýskráningum einkahlutafélaga hefur fjölgað um 7% síðustu tólf mánuði samanborið við jafnlangt tímabil þar á undan. Alls voru 2.040 ný félög skráð á tímabilinu. Með var fjölgunin í flokknum „Flutningar og geymsla“ eða um 32% á síðustu tólf mánuðum. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands .

Þá hefur gjaldþrotum einkahlutafélaga fækkað um 20% síðustu tólf mánuði. Alls voru 796 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu, og fækkaði mest í flokknum „Upplýsingar og fjarskipti“ eða um 45%.