*

þriðjudagur, 20. ágúst 2019
Innlent 29. ágúst 2017 15:12

Gjaldþrot fyrir hátt í 1,8 milljarð

Eftir átta ára gjaldþrotameðferð fundust engar eignir í móðurfélögum skóverslana Steinars Waage og Ecco.

Ritstjórn
epa

Átta árum eftir að félögin Spor og Sporbaugur voru tekin til gjaldþrotaskipta er skiptum í félögunum nú loksins lokið. Spor rk heildsöluverslun með skófatnað frá Reebok og Ecco, en dótturfélag þess, Spor, rak meðal annars fimm skóverslanir á höfuðborgarsvæðinu undir nafni Steinars Waage og Eccon.

Námu lýstar kröfur í félögin samtals 1.766 milljónum króna, þar af 840 milljónir í þrotabú Spor og 926 milljónir í þrotabú Sporbaugs að því er RÚV hefur eftir auglýsingu í Lögbirtingarblaðinum gjaldþrotið í dag. Á sínum tíma sakaði fyrrverandi stjórnarformaður félaganna að skilanefnd bankans hefði farið fram með offorsi og sakaði hana um að beita klíkuskap við yfirtöku félaganna.

Jafnframt reyndi þrotabú Seven Miles, sem átti stóran hluta í félögunum, að fá rift 686 milljón króna greiðslu til eigenda félagsins fyrir dómstólum, en kröfunni var vísað frá. Það félag var svo tekið til gjaldþortaskipta í nóvember en skiptum í það lauk með því að allar lýstar kröfur, að andvirði tæplega 430 milljónum króna, voru afturkallaðar.

Verslanir Ecco og Steinars Waage auk fleiri skóverslana eru nú í eigu S4S ehf, en eins og Viðskiptablaðið fjallaði um á sínum tíma seldi Bjarni Ármannssonar félaginu allt hlutafé í Ellingsen í skiptum fyrir hlutabréf í S4S ehf.