*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Innlent 10. september 2019 13:58

Tæplega 300 milljóna gjaldþrot

Félagið E20, áður Eignarhaldsfélagið Arev, í eigu Jóns Scheving Thorsteinssonar er gjalþrota.

Ritstjórn
Jón Scheving Thorsteinsson framkvæmdastjóri Arev Verðbréfafyrirtæki hf., var eigandi Eignahaldsfélagsins Arev hf., sem nú er komið í gjaldþrot.

Skiptum er lokið á félagi í eigu Jóns Scheving Thorsteinssonar framkvæmdastjóra Arev verðbréfafyrirtækisins en lýstar kröfur í þrotabúið námu 284,3 milljónum króna.

Engar eignir fundust í búinu sem heitir nú E 20 ehf., en hét áður Eignarhaldsfélagið Arev hf., en það var úrskurðað var gjaldþrota þann 29. maí síðastliðinn. Frá árinu 1995 til 2004 hét félagið Hverinn ehf.

Jón Scheving átti félagið í gegnum JST Holding ehf., en það átti svo 0,1% eignarhlut í Arev Verðbréfafyrirtæki hf., en hin 99,9% eru í eigu Jóns Scheving samkvæmt skipuriti á heimasíðu félagsins.

Í ársbyrjun 2013 var Eignarhaldsfélagið Arev eigandi að rúmlega 8% hlut í DV, en fór út úr félaginu við hlutafjáraukningu sem þá var framkvæmt samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá þeim tíma. Samkvæmt fréttum frá árinu 2016 átti Eignarhaldsfélagið Arev þá 40% eignarhlut í félaginu Arev NI, sem aftur var eigandi Emmessís þangað til í ágúst það ár.